Kamut er náskylt hveitiplöntunni en kornið af Kamut er meira en tvisvar sinnu stærra en hveitikornið. Margt fólk sem hefur óþol fyrir hveiti hefur ekki óþol fyrir kamut þó plönturnar séu náskyldar. Hægt er að nota kamut í staðinn fyrir hveiti í flestum tilfellum þó það sé mun minna gluten í kamut.

Kamut er ein þeirra plantna sem viku fyrir hveiti þegar iðnaræktun hófst í Evrópu. Kamut á sér langa sögu og var mikið ræktuð meðal bænda í Egyptalandi og austurlöndunum nær. Kamut korn hefur m.a. fundist í píramítum Egypta.

Kamut er ríkt af protaini og inniheldur 30% meira protain en hveiti. Kamutplantan hefur haldið sínum fornu, náttúrulegu næringargæðum þar sem hún er ósnert af ræktunarbreytingum nútímaiðnaðar. Vegna þess að fitusýru innihaldið er nokkuð hærra en í sambærilegu korni þá er kamut tilvalin orkuforði.

Kamut er mjög heilnæm korntegund því mikið af næringarefnum er að finna í kamut má þar nefna; vitamín E, Thiamin, Riboflavin, phosphorus, magnesium, zínk, pantothentic acid, kopar og kolvetni.

Vísindmönnum hefur reynst erfitt að flokka kamut vegna ólíkra eiginleika þess miðað við hveitiplöntuna. Þó er talið að kamut og hveiti eigi sameiginlegan ættföður. Kamut barst til Bandaríkjana eftir heimstyrjöldina síðari og er ræktuð mikið í Montana og Alberta í Kanada og hefur ræktun þess verið einskorðuð við lífræna ræktun. Evrpópubúar hafa verið að uppgötva kamut á síðari árum og er það aðeins ræktað í smáum stíl í Evrópu, enn sem komið er.

Sú staðreynd að margt fólk sem hefur óþol fyrir hveiti en ekki kamut hefur aukið vinsældir þess. Fólk ætti þó að prófa sig áfram með kamut því það á ekki við um alla sem hafa óþol fyrir hveiti að þeir þoli kamut.

Hægt er að nota kamut í flestar uppskriftir í stað hveitis en þess ber að geta að kamut er ekki eins ríkt af glúten og hveiti. Kamut er einnig mjög gott í kökur og er einstaklega gott í pasta.

Borgartúni 24 105 Reykjavík
Sími: 585 8700

Opnunartími:
Virka daga kl. 9-20
Laugardaga kl. 11-17
Veitingastaður og verslun
Mikið úrval af lífrænum og náttúrulegum mat-, snyrti- og hreinlætisvörum, fæðubótarefnum og náttúrulegum lausnum.

Nýr matseðill og girnileg opnunartilboð.

Tökum fagnandi á móti þér.

Endilega fylgist með okkur á samfélagsmiðlunum okkar.