Fréttir

19. febrúar 2011
5 daga hreinsun með Maður Lifandi
Glaður og góður kroppur á nýju ári

Maður Lifandi býður nú viðskiptavinum sínum 5 daga mataræði sem stuðlar að hreinsun líkamans. Þú mætir til okkar daglega og tekur með þér sólarhringspakka af hreinsandi og næringarríkum mat/söfum - allt sem þú þarft. Hér fyrir neðan má sjá nánari lýsingu á hverjum degi í hreinsuninni og kostar dagurinn 5900 kr.

Fyrst og fremst hreinsar þessi kúr burtu eiturefni sem safnast hafa fyrir í líkamanum. Safakúrar hafa þekkst í flestum samfélögum í aldir og hafa stöðugt sannað gildi sitt. Safakúrar eru áhrifamiklir og mjög mikilvægir í okkar nútímasamfélagi þar sem við erum í stöðugt í snertingu við einhver eiturefni og mikilvægt er að létta á álagi líkamans og gefa honum færi á að hreinsa sig af alls kyns uppsöfnuðum óæskilegum efnum.

Hreinsunarprógramm
Undirbúningur fyrir safaföstu hefst 1 viku áður en hinn eiginlega fasta hefst.
Mikilvægt er að drekka mikið vatn á hverjum degi helst 2 lítra, drekka má ómælt af jurtatei. Ásamt því að taka út ákveðnar fæðutegundir.

Það sem nauðsynlegt er að taka út: Kaffi, gos, alla örvandi drykki, sykur, brauð, kjöt, kartöflur. Best er að trappa þessa þætti út. Byrja t.d. að taka út kaffi og sykur og svo koll af kolli – þannig verður safakúrinn ekki eins mikið áfall fyrir líkamann. Það er undir hverjum og einum komið hversu vel þið notið þessa viku í undirbúning. Einbeita sér að því að borða hreinan og góðan mat. Grænmeti, ávexti, fisk osfrv.

Hugmyndir um:
Morgunmat. Ávaxtasalat eða melónur. Gott að nasla í möndlur eða fræ á milli mála. Jurtate og ávaxtasafi.
Hádegisverður: Salat með fræjum
Kvöldverður: grænmetissúpa, grænmetisréttur, fiskur eða salat


Dagur 1-2 :
Morgunverður: Rauðrófusafi
Millimál: Græn bomba
Hádegisverður: Grænmetisréttur
Millimál:Gulrótarsafi + nasl
Seinnipartur: Eplasafi + nasl
Kvöldverður Grænmetisseyði

Mikið af vatni með sírtónu og lime og/eða jurtate allan daginn


Dagur 3-4:
Morgunverður: Rauðrófusafi
Millimál: Græn bomba
Hádegisverður: Salat að hætti ML með hnetum og fræjum
Millimál:Gulrótarsafi + nasl
Seinnipartur: Eplasafi + nasl
Kvöldverður Grænmetisseyði

Mikið af vatni með sírtónu og lime og/eða jurtate allan daginn


Dagur 5:
Morgunverður: Rauðrófusafi
Millimál: Græn bomba
Hádegisverður: Grænmetisseyði
Millimál:Gulrótarsafi + nasl
Seinnipartur: Eplasafi + nasl
Kvöldverður Gulrótarsafi

Mikið af vatni með sírtónu og lime og/eða jurtate allan daginn

Dagur 6:
Hérna er föstunni lokið og þitt venjulega mataræði tekur aftur við. Farið varlega á stað aftur í ykkar venjulega mataræði.Lýsing á mat:
Rauðrófusafi: Rauðrófur, sellerí, steinselja
Eplasafi: Epli, sellerí, agúrka, engifer
Gulrótarsafi: Gulrætur, engifer, epli
Græn bomba: spínat, agúrka, epli, engifer, sítróna, seller.
Nasl: niðurskornar gulrætur, melónur og epli + hnetur og fræ

Bætiefni:
Á meðan föstu stendur er líkaminn viðkvæmur og yfirleitt er ekki tekið nein bætiefni. Undartekning er þó með eftirtalin bætiefni.
Acidophilus til að viðhalda jafnvægi á þarmaflórunni.
Husk. Psylliumfræ. Góðar trefjar sem hjálpa meltingunni.
Mjólkurþistill hjálpar lifrinni.
Netla eða fíflarót hjálpar til við hreinsun.

Mikilvæg atriði:
Eftirfarandi ættu ekki að fara á hreinsikúr:
1. Barnshafandi konur og konur með börn á brjósti, því eiturefni sem losað er um með föstu gætu farið í gegnum fylgjuna og í gegnum móðurmjólkina.
2. Þeir sem hafa of háan eða of lágan blóðþrýsting.
3. Þeir sem hafa of lágan blóðsykur ættu heldur að fasta á hráu grænmeti en safaföstu.

Ýmis einkenni geta komið upp fyrstu dagana.
-Höfuðverkur.
-Breyting á meltingu, hægðatregða eða niðurgangur.
-Þreyta
-Ýmis gömul einkenni eins og liðverkir og fl.
Yfirleitt gengur þetta hratt fyrir sig og hafa verður í huga að þetta eru hreinsunaráhrif. Lifrin er að hreinsa blóðið, efni sem hafa verið geymd í fitufrumum líkamans eru að hreinsa sig út. Þau efni sem við skulum kalla óæskileg festast í kerfinu okkar og geymast vel í fitufrumum þar sem líkaminn ræður ekki við að losa sig við þau.

Uppskrift vikunnar

Indverskt Dahl

Laukurinn er steiktur í olíu ásamt kry...

Nánar
Borgartúni 24 105 Reykjavík
Sími: 585 8700

Opnunartími:
Virka daga kl. 9-20
Laugardaga kl. 11-17
Veitingastaður og verslun
Mikið úrval af lífrænum og náttúrulegum mat-, snyrti- og hreinlætisvörum, fæðubótarefnum og náttúrulegum lausnum.

Nýr matseðill og girnileg opnunartilboð.

Tökum fagnandi á móti þér.

Endilega fylgist með okkur á samfélagsmiðlunum okkar.