Fréttir

16. júlí 2012
Döðluhrákaka
Óendanlega góð og líka holl döðluhrákaka sem ætti alltaf að vera til í frystirnum. Hún slær í gegn jafnt við stór sem smá tækifæri.

Döðluhrákaka
500 gr. steinlausar döðlur frá Rapunzel, lagðar í bleyti í 10 mín
2-3 bananar, fer svolítið eftir stærð
3-4 dl. kókosmjöl, kakan má ekki vera of blaut
2 dl. haframjöl
½ dl. kakó
2 tsk kanill
2 tsk. vanilluduft frá Rapunzel eða 1 tsk. vanilluextrakt frá Now
90 gr. kókosolía

Döðlurnar lagðar í bleyti í 10 mín. til að mýkja þær. Vatninu hellt af og döðlurnar settar í matvinnsluvél, líka hægt að nota töfrasprota. Þurrefnum, olíu og vanilluduft bætt úti. Bananar stappaðir og settir síðastir útí. Setja í sílíkonform, þjappa vel niður og strá yfir kókosflögum og frysta.

Uppskrift vikunnar

Indverskt Dahl

Laukurinn er steiktur í olíu ásamt kry...

Nánar
Borgartúni 24 105 Reykjavík
Sími: 585 8700

Opnunartími:
Virka daga kl. 9-20
Laugardaga kl. 11-17
Veitingastaður og verslun
Mikið úrval af lífrænum og náttúrulegum mat-, snyrti- og hreinlætisvörum, fæðubótarefnum og náttúrulegum lausnum.

Nýr matseðill og girnileg opnunartilboð.

Tökum fagnandi á móti þér.

Endilega fylgist með okkur á samfélagsmiðlunum okkar.