Námskeið hjá LIFANDI markaði

Okkar markmið er að auka þekkingu fólks á mikilvægi hollrar næringar og innihaldi matvöru og bætiefna. Í samstarfi við sérfræðinga á þessu sviði verða haldin fjöldi námskeiða þar sem í boði verður fjölbreytt úrval af fræðslu fyrir þá sem vilja lifa hollara og betra lífi og auka þannig lífsgæði sín.

Vorhreinsun og Orkuhleðsla
10 daga námskeið á hreinu mataræði með heilsumarkþjálfurunum Lindu Pétursdóttur og Margréti Leifsdóttur.

Spennandi fræðsla – Girnilegar heilsuuppskriftir - Daglegt aðhald - Facebook stuðningshópur
Vorið er handan við hornið og því tímabært að byrja eitthvað nýtt, borða hreint og líta frísklega út!
Viltu losna við sykurþörfina og löngun í einföld kolvetni? Viltu bæta líðan þína og öðlast meiri orku og jákvæðni?
Komdu með okkur í 10 daga vorhreinsun og orkuhleðslu þar sem við borðum holla og næringaríka fæðu, einblínum á grænmeti, glúteinlaust heilkorn, baunir, ávexti, hnetur og fræ. Lesa meira.

Hláturjóga fyrsta laugardag í mánuði
Tilgangurinn að efla og styrkja líkama, hugsun og sál. Hláturjóga er blanda af hláturæfingum og jógaöndun. Til að kalla fram hláturinn eru notaðar ákveðnar æfingar og með augnsambandi verður hláturinn fljótt eðlilegur. Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt að jákvæð viðbrögð líkamans eru þau sömu hvort sem hláturinn er sjálfsprottinn eða kallaður fram án tilefnis.
Ásta og Sölvi

Borgartúni 24 105 Reykjavík
Sími: 585 8700

Opnunartími:
Virka daga kl. 9-20
Laugardaga kl. 11-17
Fákafeni 11 108 Reykjavík
Sími: 585 8715

Opnunartími:
Virka daga kl. 08-20
Laugardaga kl. 10-18
Sunnudaga kl. 12-18
Hæðasmára 6 201 Kópavogur
Sími: 585 8710

Opnunartími:
Virka daga kl. 10-20
Laugardaga kl. 11-17