Námskeið hjá LIFANDI markaði

Okkar markmið er að auka þekkingu fólks á mikilvægi hollrar næringar og innihaldi matvöru og bætiefna. Í samstarfi við sérfræðinga á þessu sviði verða haldin fjöldi námskeiða þar sem í boði verður fjölbreytt úrval af fræðslu fyrir þá sem vilja lifa hollara og betra lífi og auka þannig lífsgæði sín.

Hómópatía til sjálfshjálpar - 21. ágúst kl. 18:00
Fyrirlesarar eru Guðný Ósk og Guðrún Tinna hómópatar. Þær hafa áralanga reynslu á sínu sviði og halda auk þess utan um heimasíðuna Heildræn heilsa, www.htveir.is, þar sem finna má fróðleik um allt það er viðkemur góðri heilsu, mataræði og hómópatíu. Ef þú vilt fá þekkingu á hvernig hómópatía getur hjálpað þér og fjölskyldu þinni er þetta námskeið fyrir þig. Lesa meira.


Hláturjóga fyrsta laugardag í mánuði
Tilgangurinn að efla og styrkja líkama, hugsun og sál. Hláturjóga er blanda af hláturæfingum og jógaöndun. Til að kalla fram hláturinn eru notaðar ákveðnar æfingar og með augnsambandi verður hláturinn fljótt eðlilegur. Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt að jákvæð viðbrögð líkamans eru þau sömu hvort sem hláturinn er sjálfsprottinn eða kallaður fram án tilefnis.
Ásta og Sölvi

Borgartúni 24 105 Reykjavík
Sími: 585 8700

Opnunartími:
Virka daga kl. 9-20
Laugardaga kl. 11-17
Fákafeni 11 108 Reykjavík
Sími: 585 8715

Opnunartími:
Virka daga kl. 08-20
Laugardaga kl. 10-18
Sunnudaga kl. 12-18
Hæðasmára 6 201 Kópavogur
Sími: 585 8710

Opnunartími:
Virka daga kl. 10-20
Laugardaga kl. 11-17