Ráðleggingar við matargerð

  • Hafið heilsuna ykkar í huga þegar verslað er inn og notið aðeins við það besta í kryddum, hráefni og olíu. Gangan að betri líðan er hafin um leið og þú tekur út hvítt hveiti, sykur, MSG og rotvarnarefni.
  • Til að auðvelda sér matargerðina, og þá sérstaklega við matreiðslu á baunum, hafið í huga að sjóða það mikið magn í einu að hægt sé að frysta restina í passlegum einingum. Hafðu það t.d. í huga næst þegar þú sýður hrísgjón að hafa skammtinn tvöfaldan. Það er svo gott að eiga þau í ísskápnum og auðvelt að búa til úr þeim góðan kvöldmat t.d. hrísgrjónasalat hvort heldur heitt eða kalt.
  • Flest alla baunapottrétti er hægt að frysta og nota aftur nema þá helst ef kartöflur eru í þeim.
  • Það hefur ótrúlega mikið að segja þegar hrísgrjón eru soðin að bæta við olíu.
  • Notið einungis stálpotta.
  • Þér er að takast mjög vel upp í matargerð þegar réttirnir eru jafn góðir kaldir eða heitir.
Borgartúni 24 105 Reykjavík
Sími: 585 8700

Opnunartími:
Virka daga kl. 9-20
Laugardaga kl. 11-17
Veitingastaður og verslun
Mikið úrval af lífrænum og náttúrulegum mat-, snyrti- og hreinlætisvörum, fæðubótarefnum og náttúrulegum lausnum.

Nýr matseðill og girnileg opnunartilboð.

Tökum fagnandi á móti þér.

Endilega fylgist með okkur á samfélagsmiðlunum okkar.