Um Okkur

Lifandi markaður er alvöru valkost á matvörumarkaði þar sem fólk getur komið og verslað áhyggjulaust fyrir heimilið. Þróunin undanfarna áratugi hefur verið í þá átt að draga úr gæðum til að lækka framleiðslukostnað og bæta það síðan upp með ógrynni auk- og fyllingarefna. Neytendur sem hafa ekki eytt miklum tíma í að kynna sér hvað þurfi að varast vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér, til að svara kalli þeirra hefur Lifandi markaður breikkað vöruúrvalið.

Verslun og veitingastaður
LIFANDI markaður er verslun fyrir þá sem eru meðvitaðir um mikilvægi þess að velja matvörur sem stuðla að góðri heilsu og vellíðan - unnar úr hollum og góðum hráefnum sem næra líkamann. Fyrir þá sem hafa vaknað til meðvitundar um nauðsyn þess að velja hreinlætis- og snyrtivörur án kemískra efna sem skaða bæði líkamann og náttúruna. Fólk sem farið er að gefa náttúrulegum lausnum tækifæri við ýmsum kvillum og óþægindum. Einstaklinga sem vilja fá ráðgjöf um hvaða fæðubótarefni henti þeim sem viðbót við fjölbreytt fæði og foreldra sem vilja kaupa það besta og hreinasta fyrir börnin sín. Stærstur hluti vöruúrvalsins er lífrænt vottaður enda er á bak við þá vottun trygging fyrir því að hráefnið var ræktað og varan framleidd án skaðlegra efna.

Það sem aðgreinir LIFANDI markað frá öðrum verslunum er að í sama rými er veitingastaður með úrval ljúffengra og næringarríkra rétta, ásamt salat- og safabar. Nýjum og spennandi réttum hefur verið bætt við matseðilinn til að allir geti fengið eitthvað við sitt hæfi.

Einstakt útlit
Hið einstaka útlit Lifandi markaðar mun koma flestum á óvart en það er gjörólíkt því sem Íslendingar hafa vanist á matvörumarkaði og meira í takt við það sem gerist erlendis. Í hönnunarferlinu var lögð áhersla á að gera matarinnkaupin ánægjuleg og þægileg til að auðvelda fólki að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl. Í því umhverfi mun okkar reynda starfsfólk veita viðskiptavinum einstaklingsbundna ráðgjöf og persónulega þjónustu.

Starfsfólk Lifandi markaðar hlakkar til að þjónusta gamla og nýja viðskiptavini í skemmtilegu umhverfi og leiðbeina þeim við val á vörum sem stuðla að góðri heilsu og vellíðan.


Verslun og veitingastaður
Lifandi markaður
Borgartún 24, Reykjavík
Sími 585 8700
Fax 588 8705
Opnunartími:
Virka daga 07:00-21:00
Laugardaga 11:00-17:00  


Borgartúni 24 105 Reykjavík
Sími: 585 8700

Opnunartími:
Virka daga kl. 9-20
Laugardaga kl. 11-17
Veitingastaður og verslun
Mikið úrval af lífrænum og náttúrulegum mat-, snyrti- og hreinlætisvörum, fæðubótarefnum og náttúrulegum lausnum.

Nýr matseðill og girnileg opnunartilboð.

Tökum fagnandi á móti þér.

Endilega fylgist með okkur á samfélagsmiðlunum okkar.