Sítrónumarineruð smálúða

Flokkur: Sjávarréttir Eldunartími: Alveg sama
500 gr. smálúða (flökuð og roðflett.)
1 stk. rauðlaukur
2 stk. sítrónur
1 dl. ólífuolía
1 msk. rósapipar (heill)
1/2 knippi ferskur kóriander
salt & nýmulinn svartur pipar

Aðferð: Sítrónubörkurinn er rifinn af sítrónunum og skorinn í mjög littla bita (brunoiase), safinn kreistur úr. Sírtónusafanum, berkinum, olíunni, rósapiparnum og salti er síðan hrært vandlega saman með þeytara, (smakkað til e.t.v. vantar örlítinn svartan pipar eða cayenne). Þá er marineringin tilbúin.+

Lúðan er skorin í stóra teninga og lögð í löginn, passa að hún liggi örugglega öll ofaní leginum. Látið standa í kæli í sólarhring.

Smátt skorinn kóriander er síðan blandað saman við áður en lúðan er borin fram. Þessi réttur hentar einnkar vel á sjávarréttahlaðborði sem hluti af heild eða sem foréttur einn og sér (þá með ristuðu brauði og salati).
Til baka
Borgartúni 24 105 Reykjavík
Sími: 585 8700

Opnunartími:
Virka daga kl. 9-20
Laugardaga kl. 11-17
Fákafeni 11 108 Reykjavík
Sími: 585 8715

Opnunartími:
Virka daga kl. 08-20
Laugardaga kl. 10-18
Sunnudaga kl. 12-18
Hæðasmára 6 201 Kópavogur
Sími: 585 8710

Opnunartími:
Virka daga kl. 10-20
Laugardaga kl. 11-17