VeitingastaðurHollt og gott

LIFANDI markaður býður upp á fjöbreytt úrval lúffengra og næringarríkra rétta á einungis 1.190 - 1.990 kr. til að:

Í boði eru:

 • Heitir réttir
 • Kaldir réttir
 • Lágkolvetnaréttur, alla virka daga
 • Salatbar, súpa og brauð
 • Heilsute, úrvals kaffi og ljúffengt meðlæti

Smelltu hér til að sjá matseðilinn og eftirréttaseðilinn.

Á safabarnum færðu alvöru orku úr hráefnum sem næra líkamann. Bjóðum upp á úrval:

 • Þeytinga (smoothies)
 • Nýpressaðra grænmetis- og ávaxtasafa
 • Skota (hveitigras og engifer)

Smelltu hér til að sjá orkubarsseðilinn.

Skoðaðu rétti dagsins á forsíðunni:

 • Kjúlinga- eða fiskréttur
 • Grænmetisréttur 
 • Súpa

Allir réttirnir eru eldaðir frá grunni úr heilnæmum - að miklu leyti lífrænt vottuðum - hráefnum. Notum aldrei neitt „hvítt“ (hvítt hveiti, sykur, pasta) í matinn og að sjálfsögðu engin fyllingar- eða aukefni.

Lifandi markaður býður upp á Lágkolvetna útfærsla af rétti dagsins, fáðu kjúkling eða fisk dagsins og bættu við lágkolvetnavænt af salatbarnum.

Í Borgartúni 24 eru 60 sæti en til viðbótar er góð fundaraðstaða á neðri hæð - heppileg fyrir minni hópa, s.s. smærri fundi eða vinahópa og er sú aðstaða ókeypis. Þangað geta gestir tekið með sér mat úr matstofu eða úr versluninni.

Þeir sem hafa áhuga á að nýta sér fundaraðstöðuna í Borgartúni geta pantað í síma 585-8700 eða sent tölvupóst á lifandimarkadur@lifandimarkadur.is

Borgartúni 24 105 Reykjavík
Sími: 585 8700

Opnunartími:
Virka daga kl. 9-20
Laugardaga kl. 11-17
Veitingastaður og verslun
Mikið úrval af lífrænum og náttúrulegum mat-, snyrti- og hreinlætisvörum, fæðubótarefnum og náttúrulegum lausnum.

Nýr matseðill og girnileg opnunartilboð.

Tökum fagnandi á móti þér.

Endilega fylgist með okkur á samfélagsmiðlunum okkar.