Úrval af lífrænum og náttúrulegum lausnum

Lifandi markaður er alvöru valkostur á matvörumarkaði þar sem fólk getur komið og verslað áhyggjulaust fyrir heimilið. Þróunin undanfarna áratugi hefur verið í þá átt að draga úr gæðum til að lækka framleiðslukostnað og bæta það síðan upp með ógrynni auk- og fyllingarefna. Neytendur sem hafa ekki eytt miklum tíma í að kynna sér hvað þurfi að varast vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér, til að svara kalli þeirra hefur LIFANDI markaður breikkað vöruúrvalið.

 

LIFANDI markaður býður upp á afar breitt úrval af lífrænum og náttúrulegum mat-, snyrti- og hreinlætisvörum, fæðubótarefnum og náttúrulegum lausnum, ásamt fræðsluefni ýmisskonar.

Sérstök áhersla er lögð á:

Persónulega þjónustu og einstaklingsbundna ráðgjöf

Fjölbreytt vöruúrval

Lífrænt vottaðar vörur

Hágæða vörur

Leiðandi vörumerki

Vörur án fyllingar- og aukefni

Umhverfisvænar vörur 

Sérvörur fyrir fólk með fæðuóþol

Gott úrval af bókum, geisladiskum og smátækjum sem tengjast góðri heilsu og vellíðan

Námskeið og fyrirlestra um heilbrigðan lífsstíl